Um okkur
Bílaréttingar Sævars var stofnað árið 1985 af Sævari Péturssyni og hefur verið starfrækt síðan með góðum árangri. Árið 2014 lét Sævar af störfum og við stjórnartaumunum tók Gestur Sævarsson bifreiðarsmiður.
Bílaréttingar Sævars var upphaflega með sína starfsstöð í Skeifunni 17 og var starfrækt þar í 16 ár, eftir það flutti verkstæðið upp á Bíldshöfða 5a en árið 2006 flutti verkstæðið niður í Skútuvog 12h. Árið 2020 færði verkstæðið sig um nokkur húsnúmer eða í Skútuvog 4. Þúsundir bifreiða hafa fengið meðhöndlun okkar fagmanna hvort sem er við réttingar eða sprautun. Við leggjum mikinn metnað í okkar viðgerðir og trúum því að ánægður viðskiptavinur sé besta auglýsingin.
Af hverju ættirðu að velja okkur?
- Áratuga reynsla
- Snöggur afgreiðslutími (3-5 dagar fyrir viðgerð og sprautun)
- Notum einunungis hágæða efni í okkar viðgerðir
- Allir okkar starfsmenn eru með réttindi til viðgerða
- Vinnum fyrir öll tryggingarfélög og bifreiðaumboð
- Færð bílinn hreinan að viðgerð lokinni
- Fagleg vinnubrögð unnin af menntuðum fagmönnum
STAÐSETNING